„Ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 14:32 Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut litla stelpan Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Einkalífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Einkalífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira