Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 16:12 Skjáskot úr myndbandinu sem hefur verið í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent