„Verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Þuríður Blær hefur verið að sanna sig sem ein allra besta leikkona landsins undanfarin ár. Vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira