„Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2020 16:31 Gauti lét krossfesta sig á jólatónleikum sínum um árið. „Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.” Jól Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.”
Jól Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira