„Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2020 16:31 Gauti lét krossfesta sig á jólatónleikum sínum um árið. „Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.” Jól Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
„Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.”
Jól Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira