Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:47 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sagði Þórólfur raðgreiningu veirunnar sýna að áfram væri mest verið að fást við sama stofn af veirunni. „Hins vegar hafa fundist tveir nýir stofnar sem hafa verið að valda tveimur hópsýkingum núna undanfarið. Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn stofninn hefur ekki fundist á landamærum þannig að einhvern veginn hefur hann komist framhjá kerfinu okkar. Þannig að þetta er eins og við höfum áður sagt, á sama tíma erum við að stöðva og greina um 350 einstaklinga á landamærunum, þannig að ég held að við getum sagt að aðgerðir okkar á landamærunum eru að lágmarka það að veiran komist hér inn þótt það kom ekki fyllilega í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. Spurður nánar út í hópsýkingarnar, hvar þær hefðu til að mynda komið upp og hversu margir hefðu smitast, vildi Þórólfur ekki fara út í smáatriði varðandi það. Vísaði hann í að sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hefðu haft það fyrir reglu að fara ekki út í smáatriði hópsýkinga nema það hefði tilgang fyrir rakningarteymið og almannaheill. Því væri ekki endilega farið svo í þessum tilfellum en um væri að ræða hópsýkingar sem tengdust ákveðnum fyrirtækjum. Þá sagði Þórólfur það ekki hafa úrslitaþýðingu hvort veiran sem greinist sé af einum eða öðrum stofni. Það sem hefði þýðingu varðandi greiningu á mismunandi stofnum væri að sjá hvort og hvenær veiran kemst í gegnum landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sagði Þórólfur raðgreiningu veirunnar sýna að áfram væri mest verið að fást við sama stofn af veirunni. „Hins vegar hafa fundist tveir nýir stofnar sem hafa verið að valda tveimur hópsýkingum núna undanfarið. Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn stofninn hefur ekki fundist á landamærum þannig að einhvern veginn hefur hann komist framhjá kerfinu okkar. Þannig að þetta er eins og við höfum áður sagt, á sama tíma erum við að stöðva og greina um 350 einstaklinga á landamærunum, þannig að ég held að við getum sagt að aðgerðir okkar á landamærunum eru að lágmarka það að veiran komist hér inn þótt það kom ekki fyllilega í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. Spurður nánar út í hópsýkingarnar, hvar þær hefðu til að mynda komið upp og hversu margir hefðu smitast, vildi Þórólfur ekki fara út í smáatriði varðandi það. Vísaði hann í að sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hefðu haft það fyrir reglu að fara ekki út í smáatriði hópsýkinga nema það hefði tilgang fyrir rakningarteymið og almannaheill. Því væri ekki endilega farið svo í þessum tilfellum en um væri að ræða hópsýkingar sem tengdust ákveðnum fyrirtækjum. Þá sagði Þórólfur það ekki hafa úrslitaþýðingu hvort veiran sem greinist sé af einum eða öðrum stofni. Það sem hefði þýðingu varðandi greiningu á mismunandi stofnum væri að sjá hvort og hvenær veiran kemst í gegnum landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira