Tvö fyrirtæki á „svörtum lista“ kærunefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:50 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson. Neytendur Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson.
Neytendur Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira