Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 22:01 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“ Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“
Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43