Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 15:30 Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, á mótmælunum á Austurvelli. Helga heldur á skilti þar sem hún kallar eftir að bólusetning verði valkvæð, en bólusetningar á Íslandi hafa hingað til verið valkvæðar og hefur heilbrigðisráðherra sagt við fréttastofu að ekki standi til að beygja frá þeirri stefnu varðandi bólusetningar við kórónuveirunni. Vísir Á fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að hópnum finnist aðgerðir ríkisins of öfgakenndar vegna kórónuveirufaraldursins. „Og það er ekki verið að taka tillit til neikvæðra afleiðinga af þeim aðgerðum sem þau leggja til,“ segir Jóhannes. Hann vill meina að grímuskylda veiti falskt öryggi og vitnar þar í orð Þórólfs Guðnason sóttvarnalæknis sem sagði í fyrri bylgjunni að grímur séu ekki gagnslausar gegn veirunni en gætu þó veitt falskt öryggi. Sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt síðan þá að yfirvöld séu stöðugt að læra í þessum faraldri og hann sjálfur hafi fulla trú á gagnsemi grímuskyldu í baráttunni við faraldurinn. Jóhannes vill meina að stjórnvöld séu ekki að halda frammi réttum upplýsingum til almennings um hvenær hægt verður að hætta hörðum sóttvarnaaðgerðum á Íslandi eftir að bóluefni gegn veirunni kemst á markað. Hópurinn ætlar að koma aftur saman á Austurvelli næstu helgi. Í fyrsta lagi vill Jóhannes meina að spár um að bóluefni komist á markað á fyrri hluta næsta árs séu alltof bjartsýnar. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, vill þó meina að líkur séu á að bóluefni komist á markað um það leyti. Það vill Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar einnig meina sem og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur rannsakað bóluefni í fjölda ára. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, er einnig bjartsýnn á að bóluefni rati á markað um áramót Bóluefnaframleiðandinn Pfizer hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem myndi gera það að verkum að hægt yrði að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk áður en formlegt leyfi fæst. Sænsk-breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni. Ingileif Jónsdóttir hefur einnig sagt í samtali við fréttastofu að hún búist við að búið verði að bólusetja alla áhættuhópa fyrir mitt næsta ár. Eitt er auðvitað að bóluefni komist á markað, annað er að dreifa því og bólusetja heilu þjóðirnar, sem mun að sjálfsögðu taka sinn tíma. Jóhannes vitnar í viðtal sem Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við Anders Tegnell sóttvarnalækni Svíþjóðar, 30. september síðastliðinn og segir Tegnell hafa sagt að það muni taka Svía að minnsta kosti ár að ná hjarðónæmi frá því bóluefni kemst í dreifingu. Jóhannes vill einnig meina að áætlanir stjórnvalda um tap á rekstri ríkissjóðs vegna kórónuveirunnar séu verulega vanáætlaðar í ljósi þess að næsta ferðamannasumar verði vart svipur hjá sjón vegna veirunnar. Hann kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaðagerðir yfirvalda og bætir við að hópurinn muni aftur hittast á Austurvelli um næstu helgi til að mótmæla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Á fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að hópnum finnist aðgerðir ríkisins of öfgakenndar vegna kórónuveirufaraldursins. „Og það er ekki verið að taka tillit til neikvæðra afleiðinga af þeim aðgerðum sem þau leggja til,“ segir Jóhannes. Hann vill meina að grímuskylda veiti falskt öryggi og vitnar þar í orð Þórólfs Guðnason sóttvarnalæknis sem sagði í fyrri bylgjunni að grímur séu ekki gagnslausar gegn veirunni en gætu þó veitt falskt öryggi. Sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt síðan þá að yfirvöld séu stöðugt að læra í þessum faraldri og hann sjálfur hafi fulla trú á gagnsemi grímuskyldu í baráttunni við faraldurinn. Jóhannes vill meina að stjórnvöld séu ekki að halda frammi réttum upplýsingum til almennings um hvenær hægt verður að hætta hörðum sóttvarnaaðgerðum á Íslandi eftir að bóluefni gegn veirunni kemst á markað. Hópurinn ætlar að koma aftur saman á Austurvelli næstu helgi. Í fyrsta lagi vill Jóhannes meina að spár um að bóluefni komist á markað á fyrri hluta næsta árs séu alltof bjartsýnar. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, vill þó meina að líkur séu á að bóluefni komist á markað um það leyti. Það vill Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar einnig meina sem og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur rannsakað bóluefni í fjölda ára. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, er einnig bjartsýnn á að bóluefni rati á markað um áramót Bóluefnaframleiðandinn Pfizer hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem myndi gera það að verkum að hægt yrði að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk áður en formlegt leyfi fæst. Sænsk-breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni. Ingileif Jónsdóttir hefur einnig sagt í samtali við fréttastofu að hún búist við að búið verði að bólusetja alla áhættuhópa fyrir mitt næsta ár. Eitt er auðvitað að bóluefni komist á markað, annað er að dreifa því og bólusetja heilu þjóðirnar, sem mun að sjálfsögðu taka sinn tíma. Jóhannes vitnar í viðtal sem Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við Anders Tegnell sóttvarnalækni Svíþjóðar, 30. september síðastliðinn og segir Tegnell hafa sagt að það muni taka Svía að minnsta kosti ár að ná hjarðónæmi frá því bóluefni kemst í dreifingu. Jóhannes vill einnig meina að áætlanir stjórnvalda um tap á rekstri ríkissjóðs vegna kórónuveirunnar séu verulega vanáætlaðar í ljósi þess að næsta ferðamannasumar verði vart svipur hjá sjón vegna veirunnar. Hann kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaðagerðir yfirvalda og bætir við að hópurinn muni aftur hittast á Austurvelli um næstu helgi til að mótmæla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19