Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 15:30 Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, á mótmælunum á Austurvelli. Helga heldur á skilti þar sem hún kallar eftir að bólusetning verði valkvæð, en bólusetningar á Íslandi hafa hingað til verið valkvæðar og hefur heilbrigðisráðherra sagt við fréttastofu að ekki standi til að beygja frá þeirri stefnu varðandi bólusetningar við kórónuveirunni. Vísir Á fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að hópnum finnist aðgerðir ríkisins of öfgakenndar vegna kórónuveirufaraldursins. „Og það er ekki verið að taka tillit til neikvæðra afleiðinga af þeim aðgerðum sem þau leggja til,“ segir Jóhannes. Hann vill meina að grímuskylda veiti falskt öryggi og vitnar þar í orð Þórólfs Guðnason sóttvarnalæknis sem sagði í fyrri bylgjunni að grímur séu ekki gagnslausar gegn veirunni en gætu þó veitt falskt öryggi. Sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt síðan þá að yfirvöld séu stöðugt að læra í þessum faraldri og hann sjálfur hafi fulla trú á gagnsemi grímuskyldu í baráttunni við faraldurinn. Jóhannes vill meina að stjórnvöld séu ekki að halda frammi réttum upplýsingum til almennings um hvenær hægt verður að hætta hörðum sóttvarnaaðgerðum á Íslandi eftir að bóluefni gegn veirunni kemst á markað. Hópurinn ætlar að koma aftur saman á Austurvelli næstu helgi. Í fyrsta lagi vill Jóhannes meina að spár um að bóluefni komist á markað á fyrri hluta næsta árs séu alltof bjartsýnar. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, vill þó meina að líkur séu á að bóluefni komist á markað um það leyti. Það vill Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar einnig meina sem og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur rannsakað bóluefni í fjölda ára. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, er einnig bjartsýnn á að bóluefni rati á markað um áramót Bóluefnaframleiðandinn Pfizer hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem myndi gera það að verkum að hægt yrði að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk áður en formlegt leyfi fæst. Sænsk-breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni. Ingileif Jónsdóttir hefur einnig sagt í samtali við fréttastofu að hún búist við að búið verði að bólusetja alla áhættuhópa fyrir mitt næsta ár. Eitt er auðvitað að bóluefni komist á markað, annað er að dreifa því og bólusetja heilu þjóðirnar, sem mun að sjálfsögðu taka sinn tíma. Jóhannes vitnar í viðtal sem Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við Anders Tegnell sóttvarnalækni Svíþjóðar, 30. september síðastliðinn og segir Tegnell hafa sagt að það muni taka Svía að minnsta kosti ár að ná hjarðónæmi frá því bóluefni kemst í dreifingu. Jóhannes vill einnig meina að áætlanir stjórnvalda um tap á rekstri ríkissjóðs vegna kórónuveirunnar séu verulega vanáætlaðar í ljósi þess að næsta ferðamannasumar verði vart svipur hjá sjón vegna veirunnar. Hann kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaðagerðir yfirvalda og bætir við að hópurinn muni aftur hittast á Austurvelli um næstu helgi til að mótmæla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Á fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að hópnum finnist aðgerðir ríkisins of öfgakenndar vegna kórónuveirufaraldursins. „Og það er ekki verið að taka tillit til neikvæðra afleiðinga af þeim aðgerðum sem þau leggja til,“ segir Jóhannes. Hann vill meina að grímuskylda veiti falskt öryggi og vitnar þar í orð Þórólfs Guðnason sóttvarnalæknis sem sagði í fyrri bylgjunni að grímur séu ekki gagnslausar gegn veirunni en gætu þó veitt falskt öryggi. Sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt síðan þá að yfirvöld séu stöðugt að læra í þessum faraldri og hann sjálfur hafi fulla trú á gagnsemi grímuskyldu í baráttunni við faraldurinn. Jóhannes vill meina að stjórnvöld séu ekki að halda frammi réttum upplýsingum til almennings um hvenær hægt verður að hætta hörðum sóttvarnaaðgerðum á Íslandi eftir að bóluefni gegn veirunni kemst á markað. Hópurinn ætlar að koma aftur saman á Austurvelli næstu helgi. Í fyrsta lagi vill Jóhannes meina að spár um að bóluefni komist á markað á fyrri hluta næsta árs séu alltof bjartsýnar. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, vill þó meina að líkur séu á að bóluefni komist á markað um það leyti. Það vill Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar einnig meina sem og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur rannsakað bóluefni í fjölda ára. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, er einnig bjartsýnn á að bóluefni rati á markað um áramót Bóluefnaframleiðandinn Pfizer hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem myndi gera það að verkum að hægt yrði að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk áður en formlegt leyfi fæst. Sænsk-breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur einnig sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni. Ingileif Jónsdóttir hefur einnig sagt í samtali við fréttastofu að hún búist við að búið verði að bólusetja alla áhættuhópa fyrir mitt næsta ár. Eitt er auðvitað að bóluefni komist á markað, annað er að dreifa því og bólusetja heilu þjóðirnar, sem mun að sjálfsögðu taka sinn tíma. Jóhannes vitnar í viðtal sem Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við Anders Tegnell sóttvarnalækni Svíþjóðar, 30. september síðastliðinn og segir Tegnell hafa sagt að það muni taka Svía að minnsta kosti ár að ná hjarðónæmi frá því bóluefni kemst í dreifingu. Jóhannes vill einnig meina að áætlanir stjórnvalda um tap á rekstri ríkissjóðs vegna kórónuveirunnar séu verulega vanáætlaðar í ljósi þess að næsta ferðamannasumar verði vart svipur hjá sjón vegna veirunnar. Hann kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaðagerðir yfirvalda og bætir við að hópurinn muni aftur hittast á Austurvelli um næstu helgi til að mótmæla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19