Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2020 15:50 Sigurður Már hefur nú fengið starf á þinginu sem sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins. Fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs kominn í hóp aðstoðarmanna þingflokka; orðinn sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins á hinu háa Alþingi. Miðflokkurinn gekk frá því nú fyrir nokkru að ráða til starfa sér til aðstoðar Sigurð Má Jónsson blaðamann. Sigurður Már bætist í aðstoðarmannaliðið í kjölfar þess að Hólmfríður Þórisdóttir fór í leyfi en hún gekkst undir liðskiptaaðgerð í vikunni. Heimilt er að ráða starfsmenn fyrir þingflokka á kostnað almennings, eftir að fé er veitt til á fjárlögum hvers árs. Þetta er sagt til þess að aðstoða þingmenn í störfum þeirra. Formenn flokkanna á þingi, þeir sem ekki eru jafnframt ráðherrar, mega einnig ráða sér aðstoðarmann í fullt starf. Þetta hafa allir flokkar nýtt sér. Sigurður Már, sem fæddur er 1960, hefur komið víða við en að undanförnu hefur hann fengist við greinaskrif fyrir Morgunblaðið. Og eflast þá enn tengsl Miðflokksins og þess blaðs en mikla athygli vakti þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kaus að birta sérlega afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu eins og hefð var fyrir. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þótti afar handgenginn Sigmundi svo mjög að ýmsum þótti nóg um. Sigurður Már gekk hart fram meðal annars á samfélagsmiðlum við að verja forsætisráðherra og störf hans. Alþingi Stjórnsýsla Miðflokkurinn Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs kominn í hóp aðstoðarmanna þingflokka; orðinn sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins á hinu háa Alþingi. Miðflokkurinn gekk frá því nú fyrir nokkru að ráða til starfa sér til aðstoðar Sigurð Má Jónsson blaðamann. Sigurður Már bætist í aðstoðarmannaliðið í kjölfar þess að Hólmfríður Þórisdóttir fór í leyfi en hún gekkst undir liðskiptaaðgerð í vikunni. Heimilt er að ráða starfsmenn fyrir þingflokka á kostnað almennings, eftir að fé er veitt til á fjárlögum hvers árs. Þetta er sagt til þess að aðstoða þingmenn í störfum þeirra. Formenn flokkanna á þingi, þeir sem ekki eru jafnframt ráðherrar, mega einnig ráða sér aðstoðarmann í fullt starf. Þetta hafa allir flokkar nýtt sér. Sigurður Már, sem fæddur er 1960, hefur komið víða við en að undanförnu hefur hann fengist við greinaskrif fyrir Morgunblaðið. Og eflast þá enn tengsl Miðflokksins og þess blaðs en mikla athygli vakti þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kaus að birta sérlega afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu eins og hefð var fyrir. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þótti afar handgenginn Sigmundi svo mjög að ýmsum þótti nóg um. Sigurður Már gekk hart fram meðal annars á samfélagsmiðlum við að verja forsætisráðherra og störf hans.
Alþingi Stjórnsýsla Miðflokkurinn Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira