Í kyrrþey Þorgrímur Sigmundsson skrifar 14. nóvember 2020 09:31 Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar