Íslenski boltinn

Þorvaldur Örlygsson inn í þjálfarateymi Stjörnunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson boðinn velkominn í Garðabæinn.
Þorvaldur Örlygsson boðinn velkominn í Garðabæinn. Stjarnan FC

Þorvaldur Örlygsson mun koma inn í þjálfarateymi Rúnars Páls Sigmundssonar hjá Stjörnunni í Pepsi Max deild karla.

Knattspyrnudeild Stjörnunnar segir frá því á samfélagsmiðlum að deildin hafi gengið frá ráðningu á Þorvaldi Örlygssyni sem kemur inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki karla.

„Við fögnum komu Þorvaldar og lítum á hans ráðningu sem mikilvægan hluta af því sem við stefnum á að gera á komandi árum. Þorvaldur er reynslumikill þjálfari sem við vitum að deilir sýn okkar til framtíðar og við hlökkum til að hefjast handa,“ sagði Helgi Hrannarr formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu Stjörnunnar.

„Ég fagna komu Þorvaldar, reynslumikill og öflugur þjálfari sem ég hlakka til að vinna með, getum ekki beðið með að hefja störf,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson í frétt Stjörnumanna.

Ólafur Jóhannesson hætti hjá Stjörnunni eftir tímabilið en hann þjálfaði liðið með Rúnari Páli í sumar.

Þorvaldur Örlygsson hefur verið þjálfari nítján ára landsliðsins í fimm ár en hætti störfum á dögunum. Hann þjálfaði síðast félagslið þegar hann var hjá Keflavík en hefur einnig þjálfað hjá KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA og HK.

Velkominn Þorvaldur Örlygsson Knattspyrnudeild hefur gengið frá ráðningu á Þorvaldi Örlygssyni sem kemur inn í...

Posted by Stjarnan FC on Föstudagur, 13. nóvember 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×