„Fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2020 10:01 Ástrós Rut Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Emmu Rut. Vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira