Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 10:35 Samband Bandaríkjanna og Kína hefur versnað til muna á undanförnum árum. AP/Andy Wong Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20