Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 19:54 Alex Acosta var alríkissaksóknari á Flórída þegar embætti hans gerði umdeilda sátt sem batt enda á rannsókn á meintu mansali og kynferðisbrotum Epstein þar fyrir tólf árum. Hann sagði af sér sem vinnumálaráðherra vegna málsins í fyrra. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01