Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 19:54 Alex Acosta var alríkissaksóknari á Flórída þegar embætti hans gerði umdeilda sátt sem batt enda á rannsókn á meintu mansali og kynferðisbrotum Epstein þar fyrir tólf árum. Hann sagði af sér sem vinnumálaráðherra vegna málsins í fyrra. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01