Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 12:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira