„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“ Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“
Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira