„Þessi tilraun er búin að sigla upp á sker, þetta mistókst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:50 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist eiga von á átökum í þingsal um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira