Lífið

Jóhanna Guðrún gefur út fyrsta lagið af komandi jólaplötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár.
Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár. Aðsend mynd

Jóhanna Guðrún hefur gefið út fyrsta lagið af væntanlegri jólaplötu. Lagið heitir Löngu liðnir dagar og er samið af Jóni Jónssyni en textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson og kemur það út á Spotify og öllum helstu streymisveitum á morgun.

Jól með Jóhönnu kemur út 19. nóvember og eru samtals 10 lög á plötunni. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.

Jóhanna mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um lagið.

„Þetta hefur verið draumur hjá mér mjög lengi enda er ég mjög mikið jólabarn sjálf. Jólin eru alltaf mikil vertíð hjá mér,“ segir Jóhanna.

„Okkur langaði til þess að gera ekki bara plötu með allskyns ábreiðum. Auðvitað eru jólin tími hefða og við elskum þessi gömlu góðu jólalög en mig langaði að koma nýjum lögum í flóruna. Ég henti út fullt af skilaboðum á íslenska lagahöfunda og fékk mikið gott til baka. Það eru alveg ofboðslega mikið af nýjum flottum lögum á þessari plötu þó ég segi sjálf frá.“

Hér að neðan má hlusta á lagið nýja og viðtalið við Jóhönnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×