Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. nóvember 2020 10:31 Tilslakanir á landamærum eru forsenda efnahagsbata á næsta ári að mati starfshópsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra sem falið var að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarna, segir að breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum sé forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. Hið breytta fyrirkomulag, með ásættanlegri áhættu með tilliti til sóttvarna, myndi liðka fyrir aðgangi ferðamanna hingað til lands. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshópsins en greint er frá þeim á heimasíðu stjórnarráðsins. Þar segir að mikið sé því í húfi að leitað sé leiða til að auðvelda ferðalög milli landa án þess að samfélagslegum hag af árangursríkum sóttvörnum sé kastað fyrir róða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst líklegast ætla að leggja til að tvöföldun skimun á landamærum verði skylda. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum. Forsætisráðherra hefur sagt ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núgildandi fyrirkomulag, þar sem fólk getur greitt fyrir tvöfalda skimun eða farið í fjórtán daga sóttkví, gildir út nóvember. Í minnisblaði með niðurstöðum starfshópsins segir einnig að áður en ákvörðun verði tekin um slakari aðgerðir á landamærum sé mikilvægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu farsóttarinnar og leggja mat á hvað teljist ásættanlegt í þeim efnum. Í skýrslunni segir að frá því tvöföld skimun fyrir alla komufarþega tók gildi þann 19. ágúst hafi farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkað um 90% miðað við fyrri hluta ágúst og 97% miðað við sama tíma í fyrra. „Fátt bendir til annars en að fjöldi erlendra ferðamanna verði áfram í lágmarki svo lengi sem núverandi aðgerðir eru í gildi á landamærum,“ segir enn fremur og bætt við að ekkert bendi til annars en að það markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins hafi náðst. Þá segir að fjölmargir aðrir þættir, sem ekki tengjast beint tilhögun á landamærunum hafi áhrif á fjölda ferðamanna á næstu misserum. „Má þar nefna þróun faraldursins hérlendis og í upprunalandi ferðamanna, þær reglur sem önnur ríki setja á landamærum sínum gagnvart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun faraldursins og landamærareglna í þeim löndum sem íslensk ferðaþjónusta er í samkeppni við.“ Starfshópurinn tók þrjár tillögur að breyttum aðgerðum til nánari skoðunar en þær eru eftirfarandi: Vottorð frá heimalandi: Tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands. Ferðamannasmitgát: Núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar. Þreföld skimun: Tillögur A og B taki báðar gildi, þ.e. þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar. Þá er í minnisblaðinu vitnað í mat Icelandair á áhrifum þessara tillagna á fjölda flugfarþega og er það niðurstaða starfshópsins að fjöldi erlendra ferðamanna árið 2021 gæti orðið á bilinu 370-800 þúsund að gefnum tilteknum forsendum. „Til samanburðar er talið að nærri 100 þúsund ferðamenn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrirkomulag yrði á landamærum allt árið.“ Að auki myndu breytingar til enn frekari slökunar sóttvarnaaðgerða á næsta ári, til dæmis ef bóluefni kemur fyrr en seinna, leiða til fleiri erlendra ferðamanna. Starfshópurinn segir að fjóra þætti þurfi að hafa í huga við mótun aðgerða: Í fyrsta lagi skiptir máli hvenær breytt fyrirkomulag er tilkynnt og hvenær það tekur gildi. Því fyrr sem tilkynnt er um nýtt fyrirkomulag með skýrum tímaramma, því meiri gæti fjöldi ferðamanna orðið næsta sumar. Í öðru lagi er fyrirsjáanleiki mikilvægur. Því þarf að tryggja vandað áhættumat og skilyrða fyrirkomulagið með einhverjum hætti. Í þriðja lagi skiptir trúverðugleiki máli þegar breytt fyrirkomulag er kynnt. Mikilvægt er að traust ríki á að breyttu fyrirkomulagi verði ekki breytt til herðingar svo að ferðaþjónustan geti í góðri trú selt ferðir á grundvelli þess. Í fjórða lagi þarf að huga að samspili innlendra sóttvarna við aðgerðir á landamærum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra sem falið var að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarna, segir að breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum sé forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. Hið breytta fyrirkomulag, með ásættanlegri áhættu með tilliti til sóttvarna, myndi liðka fyrir aðgangi ferðamanna hingað til lands. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshópsins en greint er frá þeim á heimasíðu stjórnarráðsins. Þar segir að mikið sé því í húfi að leitað sé leiða til að auðvelda ferðalög milli landa án þess að samfélagslegum hag af árangursríkum sóttvörnum sé kastað fyrir róða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst líklegast ætla að leggja til að tvöföldun skimun á landamærum verði skylda. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum. Forsætisráðherra hefur sagt ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núgildandi fyrirkomulag, þar sem fólk getur greitt fyrir tvöfalda skimun eða farið í fjórtán daga sóttkví, gildir út nóvember. Í minnisblaði með niðurstöðum starfshópsins segir einnig að áður en ákvörðun verði tekin um slakari aðgerðir á landamærum sé mikilvægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu farsóttarinnar og leggja mat á hvað teljist ásættanlegt í þeim efnum. Í skýrslunni segir að frá því tvöföld skimun fyrir alla komufarþega tók gildi þann 19. ágúst hafi farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkað um 90% miðað við fyrri hluta ágúst og 97% miðað við sama tíma í fyrra. „Fátt bendir til annars en að fjöldi erlendra ferðamanna verði áfram í lágmarki svo lengi sem núverandi aðgerðir eru í gildi á landamærum,“ segir enn fremur og bætt við að ekkert bendi til annars en að það markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins hafi náðst. Þá segir að fjölmargir aðrir þættir, sem ekki tengjast beint tilhögun á landamærunum hafi áhrif á fjölda ferðamanna á næstu misserum. „Má þar nefna þróun faraldursins hérlendis og í upprunalandi ferðamanna, þær reglur sem önnur ríki setja á landamærum sínum gagnvart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun faraldursins og landamærareglna í þeim löndum sem íslensk ferðaþjónusta er í samkeppni við.“ Starfshópurinn tók þrjár tillögur að breyttum aðgerðum til nánari skoðunar en þær eru eftirfarandi: Vottorð frá heimalandi: Tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands. Ferðamannasmitgát: Núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar. Þreföld skimun: Tillögur A og B taki báðar gildi, þ.e. þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar. Þá er í minnisblaðinu vitnað í mat Icelandair á áhrifum þessara tillagna á fjölda flugfarþega og er það niðurstaða starfshópsins að fjöldi erlendra ferðamanna árið 2021 gæti orðið á bilinu 370-800 þúsund að gefnum tilteknum forsendum. „Til samanburðar er talið að nærri 100 þúsund ferðamenn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrirkomulag yrði á landamærum allt árið.“ Að auki myndu breytingar til enn frekari slökunar sóttvarnaaðgerða á næsta ári, til dæmis ef bóluefni kemur fyrr en seinna, leiða til fleiri erlendra ferðamanna. Starfshópurinn segir að fjóra þætti þurfi að hafa í huga við mótun aðgerða: Í fyrsta lagi skiptir máli hvenær breytt fyrirkomulag er tilkynnt og hvenær það tekur gildi. Því fyrr sem tilkynnt er um nýtt fyrirkomulag með skýrum tímaramma, því meiri gæti fjöldi ferðamanna orðið næsta sumar. Í öðru lagi er fyrirsjáanleiki mikilvægur. Því þarf að tryggja vandað áhættumat og skilyrða fyrirkomulagið með einhverjum hætti. Í þriðja lagi skiptir trúverðugleiki máli þegar breytt fyrirkomulag er kynnt. Mikilvægt er að traust ríki á að breyttu fyrirkomulagi verði ekki breytt til herðingar svo að ferðaþjónustan geti í góðri trú selt ferðir á grundvelli þess. Í fjórða lagi þarf að huga að samspili innlendra sóttvarna við aðgerðir á landamærum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30