Valskonur með leyfi til að æfa Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í Val stefna á að komast í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/hulda margrét Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana. Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana.
Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00
Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00
Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00