„Eins og veikindin séu ekki nóg" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:01 Alexandra Sif Herleifsdóttir dóttir Margrétar segir að mamma sín eigi alveg nóg með veikindi sín þó hún þurfi í ofanálag ekki að berjast við kerfið. Vísir/Egill Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar. Við sögðum í október frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS taugasjúkdóminn og hefur verið í bráðabirgðavistun á vegum hins opinbera frá því í janúar. Síðan þá hefur hún og aðstandendur hennar reynt á árangurs að fá viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir hana. Fréttastofa hefur óskað eftir svörum frá ráðuneytum og stofnunum frá því mál hennar var til umfjöllunar ó október en þar virðist hver vísa á annan og engin endanleg lausn vera í sjónmáli. Þá hafa aðstandendur ítrekað reynt að fá húsnæðisúrræði fyrir Margréti. Sjúkratryggingar vona eftir lausn sem fyrst Aðstandandi Margrétar sendi Sjúkratryggingum erindi 6. október um hvort hún fengi fjármagn þaðan til að fá inni á hjúkrunarheimili þar sem biðin hafi mjög slæm áhrif á heilsu hennar. Í svari Sjúkratrygginga frá 16. október kemur fram að vonast sé eftir lausn sem fyrst. Heilbrigðisráðuneyti vísar á félagsmálaráðuneyti Fréttastofa leitaði svara hjá heilbrigðisráðuneytinu vegna máls konunnar og fékk þau svör að það væri skýr stefna að styðja slíka einstaklinga til búsetu á eigin heimili. Þá var vísað á félagsmálaráðuneytið sem hafi eftirlit með að sveitarfélög fari að lögum í málaflokknum. Félagsmálaráðuneytið vísar á heilbrigðisráðuneyti Í svari félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirspurnar fréttastofu um mál konunnar var vísað á að málefni hjúkrunarheimila heyrir undir málefnasvið heilbrigðisráðuneytisins, Sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk Þá kom fram að mál einstaklingsins sé nú í sérstakri skoðun hjá Kópavogsbæ. Sjúkratryggingar vísa í samning Sjúkratryggingar svöruðu fréttastofu að ef einstaklingur, sem býr á hjúkrunarheimili, þurfi á sérhæfðri þjónustu að halda sé greitt sérstakt gjald fyrir hana á grundvelli gildandi samnings hverju sinni. Engin svör frá Kópavogsbæ Kópavogsbær hefur ekki svarað endurteknum fyrirspurnum fréttastofu um úrræði fyrir konuna þrátt fyrir að hafa gefið út í október að bærinn ætli eftir bestu getu að verða viðkomandi úti um þjónustu. Eiga ekki allir rétt á heimili? Margrét sem hefur verið í hvíldarinnlögn í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum síðan í ágúst, átti að flytja í bráðabirgðavistun Vífilstaði næstkomandi sunnudag þar sem ekkert húsnæði hefur fengist fyrir hana. Hún fékk að vita í dag að hún fær að vera áfram á Droplaugastöðum fram yfir jól. Margrét klökknaði í dag þegar fréttastofa hitti hana til að spyrja út í hvort eitthvað hafi gerst í húsnæðismálum hennar. Hún segir enga endanlega lausn fyrir sig í sjónmáli. „Ég hef verið á vergangi, heimilislaus í tíu mánuði, óskráð í hús, lagið þetta," segir Margrét sem beinir orðum sínum til stjórnvalda. Alexandra Sif Herleifsdóttir hefur áhyggjur af mömmu sinni. „Þessi óvissa er engum holl, þetta er alveg glatað allt þetta ferli. Það er erfitt að horfa uppá fjölskyldumeðlim ganga í gegnum svona óvissu. Eins og veikindin séu ekki nóg. Hún þarf að berjast við kerfið og fara í fjölmiðla til að fá fram sjálfsagðan rétt sinn að eiga heimili, eiga ekki allir rétt á því? Hún á ekki heima neins staðar,“ segir Alexandra. Heilbrigðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar. Við sögðum í október frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS taugasjúkdóminn og hefur verið í bráðabirgðavistun á vegum hins opinbera frá því í janúar. Síðan þá hefur hún og aðstandendur hennar reynt á árangurs að fá viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir hana. Fréttastofa hefur óskað eftir svörum frá ráðuneytum og stofnunum frá því mál hennar var til umfjöllunar ó október en þar virðist hver vísa á annan og engin endanleg lausn vera í sjónmáli. Þá hafa aðstandendur ítrekað reynt að fá húsnæðisúrræði fyrir Margréti. Sjúkratryggingar vona eftir lausn sem fyrst Aðstandandi Margrétar sendi Sjúkratryggingum erindi 6. október um hvort hún fengi fjármagn þaðan til að fá inni á hjúkrunarheimili þar sem biðin hafi mjög slæm áhrif á heilsu hennar. Í svari Sjúkratrygginga frá 16. október kemur fram að vonast sé eftir lausn sem fyrst. Heilbrigðisráðuneyti vísar á félagsmálaráðuneyti Fréttastofa leitaði svara hjá heilbrigðisráðuneytinu vegna máls konunnar og fékk þau svör að það væri skýr stefna að styðja slíka einstaklinga til búsetu á eigin heimili. Þá var vísað á félagsmálaráðuneytið sem hafi eftirlit með að sveitarfélög fari að lögum í málaflokknum. Félagsmálaráðuneytið vísar á heilbrigðisráðuneyti Í svari félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirspurnar fréttastofu um mál konunnar var vísað á að málefni hjúkrunarheimila heyrir undir málefnasvið heilbrigðisráðuneytisins, Sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk Þá kom fram að mál einstaklingsins sé nú í sérstakri skoðun hjá Kópavogsbæ. Sjúkratryggingar vísa í samning Sjúkratryggingar svöruðu fréttastofu að ef einstaklingur, sem býr á hjúkrunarheimili, þurfi á sérhæfðri þjónustu að halda sé greitt sérstakt gjald fyrir hana á grundvelli gildandi samnings hverju sinni. Engin svör frá Kópavogsbæ Kópavogsbær hefur ekki svarað endurteknum fyrirspurnum fréttastofu um úrræði fyrir konuna þrátt fyrir að hafa gefið út í október að bærinn ætli eftir bestu getu að verða viðkomandi úti um þjónustu. Eiga ekki allir rétt á heimili? Margrét sem hefur verið í hvíldarinnlögn í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum síðan í ágúst, átti að flytja í bráðabirgðavistun Vífilstaði næstkomandi sunnudag þar sem ekkert húsnæði hefur fengist fyrir hana. Hún fékk að vita í dag að hún fær að vera áfram á Droplaugastöðum fram yfir jól. Margrét klökknaði í dag þegar fréttastofa hitti hana til að spyrja út í hvort eitthvað hafi gerst í húsnæðismálum hennar. Hún segir enga endanlega lausn fyrir sig í sjónmáli. „Ég hef verið á vergangi, heimilislaus í tíu mánuði, óskráð í hús, lagið þetta," segir Margrét sem beinir orðum sínum til stjórnvalda. Alexandra Sif Herleifsdóttir hefur áhyggjur af mömmu sinni. „Þessi óvissa er engum holl, þetta er alveg glatað allt þetta ferli. Það er erfitt að horfa uppá fjölskyldumeðlim ganga í gegnum svona óvissu. Eins og veikindin séu ekki nóg. Hún þarf að berjast við kerfið og fara í fjölmiðla til að fá fram sjálfsagðan rétt sinn að eiga heimili, eiga ekki allir rétt á því? Hún á ekki heima neins staðar,“ segir Alexandra.
Heilbrigðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00