„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Rúnar Kristinsson hefur unnið sex stóra titla sem þjálfari KR. vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31
KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann