Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 22:45 Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér. Vísir/EPA Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó. Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó.
Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35
Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59