Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands óskar Joe Biden og Kamölu Harris til hamingju með kjörið.
„Hamingjuóskir með sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Ég óska ykkur velfarnaðar í starfi og hlakka til að styrkja sambönd okkar þegar kemur að málefnum á borð við hamfarahlýnun og mannréttindum.“ ritar hún til Joe Biden.
Hún sendir nýkjörnum varaforseta einnig kveðjur og segir sigur hennar sögulegan.
„Innilegar hamingjuóskir Kamala Harris með sögulegan sigur sem varaforseti Bandaríkjanna.“