Kanye viðurkennir ósigur en gefur framboði 2024 undir fótinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 09:07 Kanye West hefur gefið vísbendingar um að hann bjóði sig aftur fram árið 2024. Scott Dudelson/FilmMagic Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira