Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 22:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.h.) telur viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Samsett/GEtty/Stefán Óli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59
Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52