„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 08:00 Mæðgurnar Kristín Hafsteinsdóttir og Bryndís Brynjólfsdóttir í versluninni Lindin á Selfossi. Verslunina stofnaði Bryndís árið 1974. Vísir/Vilhelm „Það blasti við atvinnuleysi hjá mér því foreldrar mínir voru að selja Tryggvaskála og ég þurfti að finna mér eitthvað að gera,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Lindin á Selfossi, en verslunina stofnaði hún árið 1974. „Og síðan var ég með svo mikla ferðabakteríu og sá fyrir mér að slá tvær flugur í einu höggi. Ferðast til að kaupa inn og líka að vinna fyrir mér,“ segir Bryndís. Með henni er dóttirin Kristín Hafsteinsdóttir sem rekið hefur verslunina frá árinu 1988. Kristín var 12 ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. „Ég mætti reyndar of seint fyrsta daginn því morguninn sem búðin opnaði fannst afa mínum ég sofa svo vært að hann tímdi ekki að vekja mig,“ segir Kristín og bætir við: „Ég skammaði afa nú ekki oft, en ég gerði það nú samt í þetta sinn.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi heyrum við söguna á bakvið verslunina Lindin á Selfossi. Opnunardagur verslunarinnar var 15.febrúar árið 1974. Á hjara veraldar Bryndís þekkti ekki verslunarrekstur en þekkti þó rekstur vel því foreldrar hennar, Brynjólfur Gíslason og Kristín Árnadóttir, keyptu Tryggvaskála árið 1942. Þar ráku þau gistiheimili og veitingar í 32 ár. Segist Bryndís sannfærð um að rekstur foreldra sinna hafi verið forsendan fyrir því að hún fór sjálf í rekstur. London þótti aðalstaður tískunnar. Vinur Bryndísar sem starfaði í Hagkaup lét hana fá götukort af borginni og merkti þar inn hvaða svæði Í London hún ætti að skoða. Með götukortið í farteskinu hélt Bryndís af stað út í heim. Ég rölti um svæðið sem merkt var á götukortinu og sá snemma eina heildverslun með mjög fallegum útstillingum. Ég ákvað að fara þangað inn en hafði áhyggjur af því að þetta væri örugglega allt of flottur staður fyrir mig,“ segir Bryndís. Í heildversluninni tók á móti henni afar viðkunnanlegur Breti. Hann kallaði á te-dömuna en það var kona sem hafði því eina hlutverki að gegna að bjóða viðskiptavinum upp á te að breskum sið. Bryndís þáði teið og fannst mikið til koma. Kurteisi Bretinn var þó fljótur að átta sig á því að unga konan frá Íslandi væri nýgræðingur í bransanum. Fór svo að hann spurði hvort hann mætti gefa henni nokkur ráð. Sem Bryndís þáði. Meðal þess sem Bretinn viðkunnanlegi kenndi Bryndísi var að hún ætti alltaf að standa með innkaupunum sínum. Ef hún keypti rauða og bláa flík en sleppti þeirri gulu, ætti hún ekki að hlaupa til og panta gula þótt einn viðskiptavinur spyrði um gult. Fyrst og fremst ætti hún að selja það sem hún hefði þegar valið. „Og þessa lexíu kenndi mamma mér síðan áratugum seinna,“ segir Kristín. Úr varð að Bryndís keypti um tíu úlpur í búðinni. Þeim var pakkað ofan í forláta timburkistu því aldrei sagðist Bretinn hafa sent vörur svona langt á hjara veraldar. Kistuna góðu á Bryndís enn. Það voru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun Bryndísar að opna búð á Selfossi árið 1974. Mörgum fannst hún fyrst og fremst vera að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu sem þá var. Gengisfellingar, verðlagseftirlit, gjaldeyrishöft og 40% tollar gerðu verslunarrekstri ekki auðvelt um vik.Vísir/Vilhelm Að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu Til að fjármagna fyrstu innkaupin hafði Bryndís unnið að því um hríð að safna pening. Það gerði hún með umboðsölu fyrir AB bókaforlagið. „Grunnurinn að Lindinni er því í raun bóksala,“ segja mæðgurnar. Bækurnar seldi Bryndís á daginn í Tryggvaskála en heima á kvöldin. „Fólk bankaði bara upp á heima á kvöldin. Ég var með bækurnar í hillum og á dívaninum í barnaherberginu og seldi þar,“ segir Bryndís um bóksöluna. En ekki voru allir á eitt sáttir með ákvörðun Bryndísar um að opna verslun. Það voru fá einkafyrirtæki á Selfossi á þessum tíma en við vorum með öflugt Kaupfélag. Það komu margir til mín og sögðu að þessi búð væri óðs manns æði. Ég væri ekki að gera neitt annað en að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu,“ segir Bryndís um tíðarandann í samfélaginu eins og þá var. En úlpurnar seldust og meira til því innan mánaðar frá opnun voru allar flíkur seldar. Til viðbótar við kvenfatnað seldi Lindin snyrtivörur, barnafatnað og eins herrafatnað sem framleiddur var af JMJ á Akureyri. Aftur hélt Bryndís til London og ferðaðist þangað títt næstu árin. „Ég sparaði alltaf klinkið til að láta vita af mér,“ segir Bryndís því alltaf var hún ein á ferð og ekki eins auðvelt að láta vita af sér í þá daga. Ég passaði mig alltaf á að fá einhverja smámynt til baka, til dæmis þegar ég keypti mér hádegismat. Þetta klink notaði ég síðan til að geta hlaupið út í peningasímann í rauðu boxunum og hringja heim á kvöldin.“ En náðir þú að uppfylla draumana um ferðalög? „Já mikil ósköp. Ég er búin að sjá alla söngleiki, söfn og leikrit í London frá því sautjánhundruð og súrkál því flugmiðarnir voru svo dýrir og ekki hægt að skreppa bara í tvo til þrjá daga. Ég þurfti að vera komin út aðfaranótt laugardags, það var hagstæðast. Helgarnar nýtti ég fyrir mig, en fór síðan að versla inn eftir helgina,“ segir Bryndís. Grímuklætt starfsfólk í Lindinni, fv.: Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Kristín Hafsteinsdóttir, Ásdís Erna Halldórsdóttir, Hulda Ágústsdóttir.Vísir/Vilhelm Maðurinn með alpahúfuna Bryndís rifjar margt upp sem hefur breyst frá þessum tíma. Til dæmis voru tollar á fatnað 40%. „Þannig að maður mátti ekkert klikka á því sem keypt var inn, það var ekkert hægt að borga tolla af vörum sem síðan seldust ekki,“ segir Bryndís. Viðskiptin í þá daga fóru þannig fram að Bryndís verslaði erlendis en tók nótur heim sem hún sýndi bankanum. Í kjölfarið millifærði bankinn greiðslu til erlenda birgjans og vörurnar voru sendar heim. „En maður þurfti að eiga fyrir tollinum,“ segir Bryndís. Með EES samningnum lækkuðu tollarnir smátt og smátt en lengi voru gengisfellingarnar mjög erfiðar fyrir reksturinn. Oft seldust sendingar upp en peningarnir sem eftir voru dugðu ekki fyrir næstu sendingu því gengið hafði breyst svo mikið. „Síðan var það maðurinn með alpahúfuna,“ segir Bryndís. Þar vísar hún í manninn sem kom hvað oftast frá Verðlagseftirliti ríkisins. Verðlagning var ekki frjáls og því var reglulega verið að heimsækja verslanir og taka stikkprufur. Þeir reiknuðu hvað hver flík mátti kosta og ef maður fór ekki eftir því var maður sektaður. Sem betur fer lenti ég aldrei í því,“ segir Brýndís. Gjaldeyrishöft voru líka gildandi á þessum tíma. Þau virkuðu meðal annars þannig að fyrir hverja innkaupaferð fékk Bryndís ákveðinn gjaldeyriskvóta sem hún mátti eyða fyrir sjálfan sig. Þennan gjaldeyri reyndi hún að spara hvað mest hún gat. „Með því að spara gjaldeyrinn sem ég fékk úthlutaðan átti ég smá gjaldeyri aukalega sem við hjónin nýttum síðan þegar við fórum erlendis í frí,“ segir Brýndís en alþekkt var í þá daga að Íslendingar í sólarlandaferðum yrðu hreinlega uppiskroppa með gjaldeyri síðustu dagana í fríum, því kvótinn dugði ekki til. En hvað með konur í viðskiptum og bankakerfið. Fannst þér það einhvern tímann hamla þér að vera kona í rekstri? „Ég sagði nú svolítið í viðtali við Ríkisútvarpið um 1980 sem vakti athygli á sínum tíma en það var að rekstur á Íslandi og allt kerfið væri mun meira íþyngjandi en fjármögnun í banka,“ segir Bryndís og bætir við: Þess vegna sagði ég bara að ef kona treysti sér ekki til að tala við karlkyns bankastjóra þá ætti hún nú kannski ekki að fara í rekstur. Því mér fannst reksturinn svo miklu erfiðari en að tala við karlkyns bankastjóra.“ Segir hún viðtalið hafa komið til í kjölfar þess að hún þáði boð um að fara á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þar var umræðuefnið hvort stofna þyrfti sérstaka banka fyrir konur þar sem bankastjórar væru kvenkyns. Kristín tók ákvörðun um að þiggja ekki starf hjá Sameinuðu þjóðunum í París eftir viðskiptafræðinám í HÍ. Stuttu síðar tók hún við rekstri Lindarinnar, eða 1988.Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Á næstu árum þróaðist verslunin. Bryndís hætti með snyrtivörur en var lengur með barnafatnað. Á endanum hætti hún líka með barna- og herrafatnaðinn. Eftir stóð tískan fyrir konurnar eins og enn er í dag. „Við vildum einbeita okkur að einum markhóp og tryggja að við sinntum honum vel,“ segja mæðgurnar. Kristín hafði eins og áður sagði afgreitt í versluninni frá 12 ára aldri. Ég var reyndar þá þegar með með reynslu því í Tryggvaskála afgreiddi ég frá sex ára aldri í sjoppunni. Til þess að ég næði upp yfir afgreiðsluborðið stóð ég á tveimur kössum undan malti og gosi. Þannig náði ég þeirri hæð að viðskiptavinir sáu mig þegar ég spurði get ég aðstoðað?“ segir Kristín og mæðgurnar hlæja af minningunni. Kristín tekur síðan við rekstrinum árið 1988. Þá var hún útskrifuð sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og íhugaði um tíma að þiggja boð um starf hjá Sameinuðu þjóðunum í París. Hún afréð að gera það ekki. Stuttu síðar tók Bryndís að sér að sjá um Hótel Selfoss í fjóra mánuði. Á meðan leysti Kristín af í Lindinni. Bryndísi bauðst þá að gerast umboðsmaður Sjóvá og ákvað að láta slag standa. Kristín hélt því áfram með búðina og þar með var næsta kynslóð tekin við. Stór rasskellur og lexía út ævina En varstu þá strax með einhverja framtíðarsýn um breyttar áherslur fyrir búðina? spyr blaðamaður Kristínu. „Já elskan mín, biddu fyrir þér,“ segir Kristín og hlær. „Ég lærði sko alvarlega mína lexíu út ævina fljótlega þarna í byrjun því ég vildi breyta búðinni í meiri Reykjavíkurbúð,“ segir Kristín. Hún viðurkennir að hafa oft á tíðum gagnrýnt mömmu sína og viljað breytingar, taldi sig vita betur. „En vá, það var nú enginn smá rasskellur sem ég fékk,“ segir Kristín, hristir höfuðið og felur andlitið í höndum sér þegar minningin er rifjuð upp. Hvað gerðist? „Ég breytti auðvitað búðinni í meiri Reykjavíkurbúð þannig að hún varð að meiri sérverslun eins og hún er í dag. En markaðurinn var ekki tilbúinn fyrir þetta þá. Ég var samt of stolt til að láta mömmu vita hvað ég væri komin í mikil vandræði, ég útskrifaði viðskiptafræðingurinn sem þóttist hafa þetta allt á tæru,“ segir Kristín. Bryndís hristir höfuðið einnig þegar þessi tími er rifjaður upp og segist ekki frá því að hann hafi verið erfiðari en bankahrunið, verðbólgutíminn eða kórónufaraldurinn. Því dóttirin var svo ákveðin með sína Reykjavíkursýn. Og það voru sko þung sporin þegar ég loksins fór til mömmu og sagði Mamma ég þarf hjálp,“ segir Kristín og verður hálf klökk. Og hvað sagði mamma þín þá? „Hún sagði bara þú lagar þetta. Nú förum við í bankann, fáum pening til að borga það sem þarf og síðan lagar þú þetta. “ segir Kristín. Sem Kristín síðan gerði. „Ég lagði líf mitt og sál í að laga það sem þurfti. Við stækkuðum síðan og fluttum í nýtt húsnæði að Eyravegi 29. Smátt og smátt breytti ég áherslunum og fór að versla öðruvísi inn. Oft fatnað frá merkjum sem voru óþekkt hér á landi þá, eins og danska hönnunarmerkið NU og ýmsan hátískufatnað frá París,“ segir Kristín og bætir við: „Ég fylgdi samt eftir lífsreglum mömmu um innkaupin. Eins og til dæmis þá áherslu að kaupa inn í öllum stærðum því allar konur eiga að geta klætt sig fallega.“ Að sögn Kristínar finnst henni það standa upp úr í dag að hafa lært hvað auðmýkt felur í raun í sér. Auðmýktin var stóri lærdómurinn af því að fá svona skell. Þótt Kristín hafi smátt og smátt breytt áherslum verslunarinnar og farið að versla öðruvísi inn, hefur hún alltaf fylgt eftir þeirri lífsreglu móður sinnar að kaupa allar stærðir. Mæðgurnar segja mikilvægt að allar konur hafi tækifæri til að klæða sig fallega. Vísir/Vilhelm Selfoss er Glasgow í Covid Mæðgurnar segja byltingu hafa orðið þegar sumarbústaðasvæðin fóru að byggjast upp í kringum Selfoss, til viðbótar við stækkandi bæjarfélag. Þessi uppbygging hafi gefið allri verslun og rekstri í bænum byr undir báða vængi. En hvað með þessar frægu hópferðir sem sögur fara af? spyr blaðamaður og vísar til kvennahópaferða þar sem konur eru sagðar leggja land undir fót til að heimsækja Lindina, stundum í rútum. „Tja….“ segja mæðgurnar og líta á hvor aðra. „Ætli þetta hafi ekki bara fyrst byrjað með samstarfi við aðra, til dæmis þegar það voru hópar að koma í árshátíðarferðir eða á ráðstefnur þá vorum við stundum beðnar um að taka á móti hópum,“ segir Kristín og Bryndís bætir við: „Já og síðan skiptir máli að hafa gaman af því að taka á móti fólki og bjóða upp á veitingar og svona.“ Kristín segir verslunina í sumar hafa verið góða, þrátt fyrir Covid. „Þá komu hreinlega konur hingað í hópum og sögðust vera í Glasgow ferð,“ segja mæðgurnar hlæjandi. Þær segja hertar sóttvarnarreglur strax segja til sín en gera sér vonir um að verslanir nái góðri sölu fyrir jólin. Þá segjast mæðgurnar alltaf hafa verið duglegar að fara í söluferðir út á land. Það hafi verið stundað alla tíð. Lengi sendi Bryndís líka ferðatöskur reglulega til kvenna í smærri samfélögum. „Svona þegar þorrablótin voru og árshátíðarnar,“ segir Bryndís til útskýringar. Ég man sérstaklega eftir konu á Drangsnesi sem ég sendi oftast tvær ferðatöskur til fyrir árshátíðir og helstu böll bæjarins. Hún seldi síðan bara úr ferðatöskunum inni í stofu hjá sér.“ Í dag segir Kristín hins vegar meiri og meiri áherslu vera lagða á netið en netverslun Lindarinnar er tiskuverslun.is. Með netversluninni getur Lindin þjónustað stærra markaðsvæði en áður. Hún segir netið svo sannarlega nýja áskorun fyrir fyrirtækið. En þar hjálpar mikið til þriðja kynslóðin því það er sonur minn, Bjarki Már Magnússon, sem hefur staðið í því með mér að koma netversluninni á laggirnar. Þannig styðja kynslóðir hvor aðra í þekkingu, nú er hann að styðja mig,“ segir Kristín stolt. Í dag starfa fjórar konur í Lindinni og enn sést Bryndís reglulega þar þótt það sé minna nú vegna Covid. Þegar Kristín horfir til baka segir hún að fyrir sig standi bankahrunið svolítið uppúr sem erfiður tími. Þá hafi hún bara staðið vaktina ein í búðinni, ekkert annað var í boði. „En ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt,“ segir Kristín horfandi á móður sína og nánast krossar sig. „Ég meina þessir tollar og gengisfellingarnar og verðlagsreglurnar, jesús minn. Ég held að unga fólkið í dag geri sér ekki grein fyrir þessu. Við tökum hlutina svo sjálfsagða og ég vissi ekki einu sinni sjálf um allt sem þú hefur verið að segja frá. Þetta hefur allt verið svo miklu erfiðara,“segir Kristín. „Nei já, það hefur margt sem betur fer breyst,“ segir Bryndís hin rólegasta og bætir við: „En við höfum alltaf notið þeirra forréttinda að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini.“ Gamla myndin Bryndís Brynjólfsdóttir á opnunardegi verslunarinnar Lindin á Selfossi, 15.febrúar 1974. Bryndís opnaði búðina til að forða sjálfri sér frá atvinnuleysi. Síðan langaði hana að ferðast um heiminn og sá tækifæri í því með því að versla inn fyrir búðina erlendis frá. Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Árborg Tengdar fréttir „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Það blasti við atvinnuleysi hjá mér því foreldrar mínir voru að selja Tryggvaskála og ég þurfti að finna mér eitthvað að gera,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Lindin á Selfossi, en verslunina stofnaði hún árið 1974. „Og síðan var ég með svo mikla ferðabakteríu og sá fyrir mér að slá tvær flugur í einu höggi. Ferðast til að kaupa inn og líka að vinna fyrir mér,“ segir Bryndís. Með henni er dóttirin Kristín Hafsteinsdóttir sem rekið hefur verslunina frá árinu 1988. Kristín var 12 ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. „Ég mætti reyndar of seint fyrsta daginn því morguninn sem búðin opnaði fannst afa mínum ég sofa svo vært að hann tímdi ekki að vekja mig,“ segir Kristín og bætir við: „Ég skammaði afa nú ekki oft, en ég gerði það nú samt í þetta sinn.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi heyrum við söguna á bakvið verslunina Lindin á Selfossi. Opnunardagur verslunarinnar var 15.febrúar árið 1974. Á hjara veraldar Bryndís þekkti ekki verslunarrekstur en þekkti þó rekstur vel því foreldrar hennar, Brynjólfur Gíslason og Kristín Árnadóttir, keyptu Tryggvaskála árið 1942. Þar ráku þau gistiheimili og veitingar í 32 ár. Segist Bryndís sannfærð um að rekstur foreldra sinna hafi verið forsendan fyrir því að hún fór sjálf í rekstur. London þótti aðalstaður tískunnar. Vinur Bryndísar sem starfaði í Hagkaup lét hana fá götukort af borginni og merkti þar inn hvaða svæði Í London hún ætti að skoða. Með götukortið í farteskinu hélt Bryndís af stað út í heim. Ég rölti um svæðið sem merkt var á götukortinu og sá snemma eina heildverslun með mjög fallegum útstillingum. Ég ákvað að fara þangað inn en hafði áhyggjur af því að þetta væri örugglega allt of flottur staður fyrir mig,“ segir Bryndís. Í heildversluninni tók á móti henni afar viðkunnanlegur Breti. Hann kallaði á te-dömuna en það var kona sem hafði því eina hlutverki að gegna að bjóða viðskiptavinum upp á te að breskum sið. Bryndís þáði teið og fannst mikið til koma. Kurteisi Bretinn var þó fljótur að átta sig á því að unga konan frá Íslandi væri nýgræðingur í bransanum. Fór svo að hann spurði hvort hann mætti gefa henni nokkur ráð. Sem Bryndís þáði. Meðal þess sem Bretinn viðkunnanlegi kenndi Bryndísi var að hún ætti alltaf að standa með innkaupunum sínum. Ef hún keypti rauða og bláa flík en sleppti þeirri gulu, ætti hún ekki að hlaupa til og panta gula þótt einn viðskiptavinur spyrði um gult. Fyrst og fremst ætti hún að selja það sem hún hefði þegar valið. „Og þessa lexíu kenndi mamma mér síðan áratugum seinna,“ segir Kristín. Úr varð að Bryndís keypti um tíu úlpur í búðinni. Þeim var pakkað ofan í forláta timburkistu því aldrei sagðist Bretinn hafa sent vörur svona langt á hjara veraldar. Kistuna góðu á Bryndís enn. Það voru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun Bryndísar að opna búð á Selfossi árið 1974. Mörgum fannst hún fyrst og fremst vera að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu sem þá var. Gengisfellingar, verðlagseftirlit, gjaldeyrishöft og 40% tollar gerðu verslunarrekstri ekki auðvelt um vik.Vísir/Vilhelm Að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu Til að fjármagna fyrstu innkaupin hafði Bryndís unnið að því um hríð að safna pening. Það gerði hún með umboðsölu fyrir AB bókaforlagið. „Grunnurinn að Lindinni er því í raun bóksala,“ segja mæðgurnar. Bækurnar seldi Bryndís á daginn í Tryggvaskála en heima á kvöldin. „Fólk bankaði bara upp á heima á kvöldin. Ég var með bækurnar í hillum og á dívaninum í barnaherberginu og seldi þar,“ segir Bryndís um bóksöluna. En ekki voru allir á eitt sáttir með ákvörðun Bryndísar um að opna verslun. Það voru fá einkafyrirtæki á Selfossi á þessum tíma en við vorum með öflugt Kaupfélag. Það komu margir til mín og sögðu að þessi búð væri óðs manns æði. Ég væri ekki að gera neitt annað en að eyðileggja fyrir Kaupfélaginu,“ segir Bryndís um tíðarandann í samfélaginu eins og þá var. En úlpurnar seldust og meira til því innan mánaðar frá opnun voru allar flíkur seldar. Til viðbótar við kvenfatnað seldi Lindin snyrtivörur, barnafatnað og eins herrafatnað sem framleiddur var af JMJ á Akureyri. Aftur hélt Bryndís til London og ferðaðist þangað títt næstu árin. „Ég sparaði alltaf klinkið til að láta vita af mér,“ segir Bryndís því alltaf var hún ein á ferð og ekki eins auðvelt að láta vita af sér í þá daga. Ég passaði mig alltaf á að fá einhverja smámynt til baka, til dæmis þegar ég keypti mér hádegismat. Þetta klink notaði ég síðan til að geta hlaupið út í peningasímann í rauðu boxunum og hringja heim á kvöldin.“ En náðir þú að uppfylla draumana um ferðalög? „Já mikil ósköp. Ég er búin að sjá alla söngleiki, söfn og leikrit í London frá því sautjánhundruð og súrkál því flugmiðarnir voru svo dýrir og ekki hægt að skreppa bara í tvo til þrjá daga. Ég þurfti að vera komin út aðfaranótt laugardags, það var hagstæðast. Helgarnar nýtti ég fyrir mig, en fór síðan að versla inn eftir helgina,“ segir Bryndís. Grímuklætt starfsfólk í Lindinni, fv.: Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Kristín Hafsteinsdóttir, Ásdís Erna Halldórsdóttir, Hulda Ágústsdóttir.Vísir/Vilhelm Maðurinn með alpahúfuna Bryndís rifjar margt upp sem hefur breyst frá þessum tíma. Til dæmis voru tollar á fatnað 40%. „Þannig að maður mátti ekkert klikka á því sem keypt var inn, það var ekkert hægt að borga tolla af vörum sem síðan seldust ekki,“ segir Bryndís. Viðskiptin í þá daga fóru þannig fram að Bryndís verslaði erlendis en tók nótur heim sem hún sýndi bankanum. Í kjölfarið millifærði bankinn greiðslu til erlenda birgjans og vörurnar voru sendar heim. „En maður þurfti að eiga fyrir tollinum,“ segir Bryndís. Með EES samningnum lækkuðu tollarnir smátt og smátt en lengi voru gengisfellingarnar mjög erfiðar fyrir reksturinn. Oft seldust sendingar upp en peningarnir sem eftir voru dugðu ekki fyrir næstu sendingu því gengið hafði breyst svo mikið. „Síðan var það maðurinn með alpahúfuna,“ segir Bryndís. Þar vísar hún í manninn sem kom hvað oftast frá Verðlagseftirliti ríkisins. Verðlagning var ekki frjáls og því var reglulega verið að heimsækja verslanir og taka stikkprufur. Þeir reiknuðu hvað hver flík mátti kosta og ef maður fór ekki eftir því var maður sektaður. Sem betur fer lenti ég aldrei í því,“ segir Brýndís. Gjaldeyrishöft voru líka gildandi á þessum tíma. Þau virkuðu meðal annars þannig að fyrir hverja innkaupaferð fékk Bryndís ákveðinn gjaldeyriskvóta sem hún mátti eyða fyrir sjálfan sig. Þennan gjaldeyri reyndi hún að spara hvað mest hún gat. „Með því að spara gjaldeyrinn sem ég fékk úthlutaðan átti ég smá gjaldeyri aukalega sem við hjónin nýttum síðan þegar við fórum erlendis í frí,“ segir Brýndís en alþekkt var í þá daga að Íslendingar í sólarlandaferðum yrðu hreinlega uppiskroppa með gjaldeyri síðustu dagana í fríum, því kvótinn dugði ekki til. En hvað með konur í viðskiptum og bankakerfið. Fannst þér það einhvern tímann hamla þér að vera kona í rekstri? „Ég sagði nú svolítið í viðtali við Ríkisútvarpið um 1980 sem vakti athygli á sínum tíma en það var að rekstur á Íslandi og allt kerfið væri mun meira íþyngjandi en fjármögnun í banka,“ segir Bryndís og bætir við: Þess vegna sagði ég bara að ef kona treysti sér ekki til að tala við karlkyns bankastjóra þá ætti hún nú kannski ekki að fara í rekstur. Því mér fannst reksturinn svo miklu erfiðari en að tala við karlkyns bankastjóra.“ Segir hún viðtalið hafa komið til í kjölfar þess að hún þáði boð um að fara á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þar var umræðuefnið hvort stofna þyrfti sérstaka banka fyrir konur þar sem bankastjórar væru kvenkyns. Kristín tók ákvörðun um að þiggja ekki starf hjá Sameinuðu þjóðunum í París eftir viðskiptafræðinám í HÍ. Stuttu síðar tók hún við rekstri Lindarinnar, eða 1988.Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Á næstu árum þróaðist verslunin. Bryndís hætti með snyrtivörur en var lengur með barnafatnað. Á endanum hætti hún líka með barna- og herrafatnaðinn. Eftir stóð tískan fyrir konurnar eins og enn er í dag. „Við vildum einbeita okkur að einum markhóp og tryggja að við sinntum honum vel,“ segja mæðgurnar. Kristín hafði eins og áður sagði afgreitt í versluninni frá 12 ára aldri. Ég var reyndar þá þegar með með reynslu því í Tryggvaskála afgreiddi ég frá sex ára aldri í sjoppunni. Til þess að ég næði upp yfir afgreiðsluborðið stóð ég á tveimur kössum undan malti og gosi. Þannig náði ég þeirri hæð að viðskiptavinir sáu mig þegar ég spurði get ég aðstoðað?“ segir Kristín og mæðgurnar hlæja af minningunni. Kristín tekur síðan við rekstrinum árið 1988. Þá var hún útskrifuð sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og íhugaði um tíma að þiggja boð um starf hjá Sameinuðu þjóðunum í París. Hún afréð að gera það ekki. Stuttu síðar tók Bryndís að sér að sjá um Hótel Selfoss í fjóra mánuði. Á meðan leysti Kristín af í Lindinni. Bryndísi bauðst þá að gerast umboðsmaður Sjóvá og ákvað að láta slag standa. Kristín hélt því áfram með búðina og þar með var næsta kynslóð tekin við. Stór rasskellur og lexía út ævina En varstu þá strax með einhverja framtíðarsýn um breyttar áherslur fyrir búðina? spyr blaðamaður Kristínu. „Já elskan mín, biddu fyrir þér,“ segir Kristín og hlær. „Ég lærði sko alvarlega mína lexíu út ævina fljótlega þarna í byrjun því ég vildi breyta búðinni í meiri Reykjavíkurbúð,“ segir Kristín. Hún viðurkennir að hafa oft á tíðum gagnrýnt mömmu sína og viljað breytingar, taldi sig vita betur. „En vá, það var nú enginn smá rasskellur sem ég fékk,“ segir Kristín, hristir höfuðið og felur andlitið í höndum sér þegar minningin er rifjuð upp. Hvað gerðist? „Ég breytti auðvitað búðinni í meiri Reykjavíkurbúð þannig að hún varð að meiri sérverslun eins og hún er í dag. En markaðurinn var ekki tilbúinn fyrir þetta þá. Ég var samt of stolt til að láta mömmu vita hvað ég væri komin í mikil vandræði, ég útskrifaði viðskiptafræðingurinn sem þóttist hafa þetta allt á tæru,“ segir Kristín. Bryndís hristir höfuðið einnig þegar þessi tími er rifjaður upp og segist ekki frá því að hann hafi verið erfiðari en bankahrunið, verðbólgutíminn eða kórónufaraldurinn. Því dóttirin var svo ákveðin með sína Reykjavíkursýn. Og það voru sko þung sporin þegar ég loksins fór til mömmu og sagði Mamma ég þarf hjálp,“ segir Kristín og verður hálf klökk. Og hvað sagði mamma þín þá? „Hún sagði bara þú lagar þetta. Nú förum við í bankann, fáum pening til að borga það sem þarf og síðan lagar þú þetta. “ segir Kristín. Sem Kristín síðan gerði. „Ég lagði líf mitt og sál í að laga það sem þurfti. Við stækkuðum síðan og fluttum í nýtt húsnæði að Eyravegi 29. Smátt og smátt breytti ég áherslunum og fór að versla öðruvísi inn. Oft fatnað frá merkjum sem voru óþekkt hér á landi þá, eins og danska hönnunarmerkið NU og ýmsan hátískufatnað frá París,“ segir Kristín og bætir við: „Ég fylgdi samt eftir lífsreglum mömmu um innkaupin. Eins og til dæmis þá áherslu að kaupa inn í öllum stærðum því allar konur eiga að geta klætt sig fallega.“ Að sögn Kristínar finnst henni það standa upp úr í dag að hafa lært hvað auðmýkt felur í raun í sér. Auðmýktin var stóri lærdómurinn af því að fá svona skell. Þótt Kristín hafi smátt og smátt breytt áherslum verslunarinnar og farið að versla öðruvísi inn, hefur hún alltaf fylgt eftir þeirri lífsreglu móður sinnar að kaupa allar stærðir. Mæðgurnar segja mikilvægt að allar konur hafi tækifæri til að klæða sig fallega. Vísir/Vilhelm Selfoss er Glasgow í Covid Mæðgurnar segja byltingu hafa orðið þegar sumarbústaðasvæðin fóru að byggjast upp í kringum Selfoss, til viðbótar við stækkandi bæjarfélag. Þessi uppbygging hafi gefið allri verslun og rekstri í bænum byr undir báða vængi. En hvað með þessar frægu hópferðir sem sögur fara af? spyr blaðamaður og vísar til kvennahópaferða þar sem konur eru sagðar leggja land undir fót til að heimsækja Lindina, stundum í rútum. „Tja….“ segja mæðgurnar og líta á hvor aðra. „Ætli þetta hafi ekki bara fyrst byrjað með samstarfi við aðra, til dæmis þegar það voru hópar að koma í árshátíðarferðir eða á ráðstefnur þá vorum við stundum beðnar um að taka á móti hópum,“ segir Kristín og Bryndís bætir við: „Já og síðan skiptir máli að hafa gaman af því að taka á móti fólki og bjóða upp á veitingar og svona.“ Kristín segir verslunina í sumar hafa verið góða, þrátt fyrir Covid. „Þá komu hreinlega konur hingað í hópum og sögðust vera í Glasgow ferð,“ segja mæðgurnar hlæjandi. Þær segja hertar sóttvarnarreglur strax segja til sín en gera sér vonir um að verslanir nái góðri sölu fyrir jólin. Þá segjast mæðgurnar alltaf hafa verið duglegar að fara í söluferðir út á land. Það hafi verið stundað alla tíð. Lengi sendi Bryndís líka ferðatöskur reglulega til kvenna í smærri samfélögum. „Svona þegar þorrablótin voru og árshátíðarnar,“ segir Bryndís til útskýringar. Ég man sérstaklega eftir konu á Drangsnesi sem ég sendi oftast tvær ferðatöskur til fyrir árshátíðir og helstu böll bæjarins. Hún seldi síðan bara úr ferðatöskunum inni í stofu hjá sér.“ Í dag segir Kristín hins vegar meiri og meiri áherslu vera lagða á netið en netverslun Lindarinnar er tiskuverslun.is. Með netversluninni getur Lindin þjónustað stærra markaðsvæði en áður. Hún segir netið svo sannarlega nýja áskorun fyrir fyrirtækið. En þar hjálpar mikið til þriðja kynslóðin því það er sonur minn, Bjarki Már Magnússon, sem hefur staðið í því með mér að koma netversluninni á laggirnar. Þannig styðja kynslóðir hvor aðra í þekkingu, nú er hann að styðja mig,“ segir Kristín stolt. Í dag starfa fjórar konur í Lindinni og enn sést Bryndís reglulega þar þótt það sé minna nú vegna Covid. Þegar Kristín horfir til baka segir hún að fyrir sig standi bankahrunið svolítið uppúr sem erfiður tími. Þá hafi hún bara staðið vaktina ein í búðinni, ekkert annað var í boði. „En ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt,“ segir Kristín horfandi á móður sína og nánast krossar sig. „Ég meina þessir tollar og gengisfellingarnar og verðlagsreglurnar, jesús minn. Ég held að unga fólkið í dag geri sér ekki grein fyrir þessu. Við tökum hlutina svo sjálfsagða og ég vissi ekki einu sinni sjálf um allt sem þú hefur verið að segja frá. Þetta hefur allt verið svo miklu erfiðara,“segir Kristín. „Nei já, það hefur margt sem betur fer breyst,“ segir Bryndís hin rólegasta og bætir við: „En við höfum alltaf notið þeirra forréttinda að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini.“ Gamla myndin Bryndís Brynjólfsdóttir á opnunardegi verslunarinnar Lindin á Selfossi, 15.febrúar 1974. Bryndís opnaði búðina til að forða sjálfri sér frá atvinnuleysi. Síðan langaði hana að ferðast um heiminn og sá tækifæri í því með því að versla inn fyrir búðina erlendis frá.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Árborg Tengdar fréttir „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00
Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01