Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 13:10 Rupert Murdoch hefur haft gríðarleg áhrif á fjölmiðlalandslagið í Ástralíu, Bretland og Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina. Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina.
Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05