Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 13:33 Þórunn Sveinbjörnsdóttir brá undir sig betri fætinum í ræðu sinni á fundi Almannavarna fyrr í dag, dró upp úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og sagði að gott væri að eiga þetta í ísskápnum. visir/arnar Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg. Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg.
Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent