Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2020 12:28 Trump er nú með forskot í nokkrum ríkjum en Biden gæti vel náð yfirhöndinni. Vísir Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44