Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2020 12:28 Trump er nú með forskot í nokkrum ríkjum en Biden gæti vel náð yfirhöndinni. Vísir Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44