Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:04 Anna Steinsen, fyrirlesari, á fundinum í dag. almannavarnir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira