Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Helgi Jean Claessen er á andlega ferðalaginu eins og hann kallar það sjálfur og gengur það mjög vel.1 Vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. En líf Helga Jean hefur ekki alltaf verið dans á rósum og komst hann í fjölmiðla í miðju fjárkúgunarmáli forsætisráðherra Íslands fyrir rúmum fimm árum. Varð að borga 700 þúsund Þá voru þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí árið 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl sama ár. Klippa: Einkalífið - Helga Jean Claessen Systurnar kröfðu Helga Jean um 700.000 krónur. Ef hann greiddi þeim ekki féð yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Helgi greiddi upphæðina en þegar mál Sigmundar kom upp á yfirborðið hafði hann kjark til þess að leita réttar síns. „Þetta var bara rosalegur lærdómur og áhugavert að fara inn í þetta mál og finna óttann sem það olli hjá mér,“ segir Helgi Jean og heldur áfram. „Maður er bara á forsíðum blaðanna og það eru allri að reyna hringja í þig og allir að reyna ná í þig. Það er átak sem fylgir því að gefur manni rosalega auðmýkt gagnvart fréttum. Þetta mál var klárlega sálarkönnun fyrir mig og sem betur fer var ég þarna búinn að vera hættur að drekka í tvö ár, búinn að taka til í lífinu mínu og bara vel áttaður.“ Súrt bragð í munni Hann segist í rauninni hafa ákveðið eftir umrætt mál að vera alltaf eins góður maður og hann gæti. „Að lenda inni í svona fréttastormi þar sem maður er sakaður um kynferðisbrot og hafa þurft að gleypa það að vera ógnað þessu og hótað og hafa síðan þurft að beygja sig vera með súrt bragð að hafa borgað fyrir að halda einhverju, það var ótrúlega sárt. Þá var óttinn bara svo mikill. Þegar ég steig síðan fram og stóð með mér í þessu þá varð það alveg andleg reynsla líka. Það var ekki erfiðast að stíga fram, það erfiðast var að vera ásakaður og það er eitthvað sem maður óskar engum að lenda í því að það er alveg ótrúlega erfitt. Þá fann ég hvað fjölskyldan skipti mig miklu máli og ég sóttist bara meira um að vera í kringum fólk. Þá skilur maður hvað rætur eru, maður þarf kannski ekkert á þeim að halda dags daglega en þegar maður lendi í svona uppákomu áttar maður sig á því hvað er að eiga gott bakland.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Helgi einnig um samstarfið með Hjálmari Erni og þeirra vináttu, um andlega ferðalagið, um kakóseramóníur, um þær framkvæmdur sem hann hefur verið í á heimili sínu, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. En líf Helga Jean hefur ekki alltaf verið dans á rósum og komst hann í fjölmiðla í miðju fjárkúgunarmáli forsætisráðherra Íslands fyrir rúmum fimm árum. Varð að borga 700 þúsund Þá voru þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí árið 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl sama ár. Klippa: Einkalífið - Helga Jean Claessen Systurnar kröfðu Helga Jean um 700.000 krónur. Ef hann greiddi þeim ekki féð yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Helgi greiddi upphæðina en þegar mál Sigmundar kom upp á yfirborðið hafði hann kjark til þess að leita réttar síns. „Þetta var bara rosalegur lærdómur og áhugavert að fara inn í þetta mál og finna óttann sem það olli hjá mér,“ segir Helgi Jean og heldur áfram. „Maður er bara á forsíðum blaðanna og það eru allri að reyna hringja í þig og allir að reyna ná í þig. Það er átak sem fylgir því að gefur manni rosalega auðmýkt gagnvart fréttum. Þetta mál var klárlega sálarkönnun fyrir mig og sem betur fer var ég þarna búinn að vera hættur að drekka í tvö ár, búinn að taka til í lífinu mínu og bara vel áttaður.“ Súrt bragð í munni Hann segist í rauninni hafa ákveðið eftir umrætt mál að vera alltaf eins góður maður og hann gæti. „Að lenda inni í svona fréttastormi þar sem maður er sakaður um kynferðisbrot og hafa þurft að gleypa það að vera ógnað þessu og hótað og hafa síðan þurft að beygja sig vera með súrt bragð að hafa borgað fyrir að halda einhverju, það var ótrúlega sárt. Þá var óttinn bara svo mikill. Þegar ég steig síðan fram og stóð með mér í þessu þá varð það alveg andleg reynsla líka. Það var ekki erfiðast að stíga fram, það erfiðast var að vera ásakaður og það er eitthvað sem maður óskar engum að lenda í því að það er alveg ótrúlega erfitt. Þá fann ég hvað fjölskyldan skipti mig miklu máli og ég sóttist bara meira um að vera í kringum fólk. Þá skilur maður hvað rætur eru, maður þarf kannski ekkert á þeim að halda dags daglega en þegar maður lendi í svona uppákomu áttar maður sig á því hvað er að eiga gott bakland.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Helgi einnig um samstarfið með Hjálmari Erni og þeirra vináttu, um andlega ferðalagið, um kakóseramóníur, um þær framkvæmdur sem hann hefur verið í á heimili sínu, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31