Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2020 05:34 Starfsmenn kjörstjórnar í Portland í Oregon tæma kassa með atkvæðum. Enn eru mörg atkvæðin ótalin um öll Bandaríkin. AP/Paula Bronstein Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira