Innlent

Braust inn í bíla og gekk milli húsa á Sel­tjarnar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi náð að rekja spor mannsins og hafi hann handtekinn skömmu síðar.
Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi náð að rekja spor mannsins og hafi hann handtekinn skömmu síðar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að tilkynning barst á fimmta tímanum um mann sem braust þar inn í bíla og gekk á milli húsa.

Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi náð að rekja spor mannsins og hafi hann handtekinn skömmu síðar. „Maðurinn var með einhverja muni sem hann hafði tekið úr bifreiðum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.

Einnig segir afskipti höfð af ofurölvi manni á veitingahúsi við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Var maðurinn handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Hafi fundist fíkniefni hjá manninum.

Skömmu eftir klukkan tvö var tilkynnt um þjófnað úr sjóðsvél á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík. Var þar búið að spenna upp sjóðsvélina og stela fjármunum. Málið er í rannsókn.

Loks segir frá því að um klukkan 17 í gær hafi afskipti verið höfð af ökumanni bíls í Hafnarfirði og reyndist hann sviptur ökuréttindum. „Lögregla hefur haft amk. 10 sinnum afskipti af manninum við akstur bifreiðar eftir sviptingu ökuréttinda. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu,֧ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×