Íslenski boltinn

Þorvaldur hættur með U19 landsliðið

Sindri Sverrisson skrifar
Óljóst er hvað tekur við hjá Þorvaldi Örlygssyni sem stýrði U19-landsliðinu í sex ár.
Óljóst er hvað tekur við hjá Þorvaldi Örlygssyni sem stýrði U19-landsliðinu í sex ár. vísir/skjáskot

Knattspyrnuþjálfarinn Þorvaldur Örlygsson og KSÍ hafa komist að samkomulagi um að Þorvaldur hætti sem þjálfari U19-landsliðs karla.

Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þorvaldur var ráðinn þjálfari U19-landsliðsins í árslok 2014 og hefur stýrt því í 22 leikjum, auk þess að stýra U18-liði karla í 8 leikjum.

Þorvaldur, sem lék sjálfur 41 A-landsleik og skoraði í þeim sjö mörk, hefur starfað sem þjálfari frá aldamótum. Hann hefur stýrt KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×