Kannanir benda til sigurs Bidens Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2020 18:32 Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana. Vísir/Hafsteinn Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira
Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira