Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 20:31 Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni á netinu hafa borist Barnaheillum á árinu. MYND/GETTY Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira