Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Donald Trump er sagður búa sig undir ýmsar niðurstöður í kosningunum á þriðjudag. Getty/John Moore Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00