SÁÁ hættir þátttöku í rekstri spilakassa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:57 Stjórnarformaður SÁÁ segir það ekki samræmast markmiðum samtakanna að halda úti rekstri spilakassa. Vísir/Baldur Hrafnkell Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira