„Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 16:09 Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar merkir mikla þreytu í lok viku. Óljóst er hvernig starfið verði í grunnskólum eftir helgi en mánudagurinn verði ekki venjulegur dagur. Það sé ljóst. „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26