Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 07:18 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira