Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 06:58 Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Hannah Peters/Getty Images Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð. Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð.
Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07
Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43