Erlent

140 létu lífið er bátur sökk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Báturinn hélt af stað frá bænum Mbour í Senegal.
Báturinn hélt af stað frá bænum Mbour í Senegal. Getty/Marka

140 farendur á leið frá Senegal til Evrópu drukknuðu eftir að bátur sem þau voru um borð í sökk undan ströndum Senegal. BBC greinir frá.

Um 200 manns voru um borð í bátnum sem sökk eftir að eldur kom upp en slysið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Talið er að farendurnir hafi verið á leið til Evrópu með áætlaðri viðkomu á Kanarí-eyjum.

Um er að ræða mannskæðasta sjóslysið sem orðið á þessu ári á heimsvísu. Leiðin sem báturinn fór eftir er vinsæl á meðal farenda sem ætla sér að komast til Evrópu frá Afríku en talið er að 414 manns hafi látist á sjóleiðinni það sem af er ári. 210 létust á síðasta ári.

Spænska ríkisstjórnin segir að 11 þúsund farendur hafi komið til Kanarí-eyja það sem af er ári og um er að ræða mikla fjölgun frá síðasta ári þegar um 2.500 farendur komu til eyjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×