Mourinho hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 07:01 Mourinho var ekki par sáttur á hliðarlínunni í gær. EPA-EFE/Stephanie Lecocq Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020 Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira