Segir ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með Eiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 12:30 Stundin þegar Eiður Smári kom inn á fyrir pabba sinn gegn Eistlandi fyrir 24 árum. youtube Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1. Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1.
Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00