Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:02 Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Svövu Kristínu í blíðskaparveðri fyrr í dag. Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn