Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:02 Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Svövu Kristínu í blíðskaparveðri fyrr í dag. Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37