Innlent

Fylgi Sjálf­­stæðis­­flokks tæp 22 prósent í nýrri könnun

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,3 prósent og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könnun MMR.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,3 prósent og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könnun MMR. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,9 prósent í nýrri könnun MMR, tæplega fjórum prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í september.

Í tilkynningu á vef MMR segir að fylgi Samfylkingarinnar hafi aukist um rúmlega tvö prósentustig og mælist nú 15,2 prósent en fylgi Pírata hafi minnkað um eitt og hálft prósentustig og mælist nú 13,5 prósent.

„Þá jókst fylgi Framsóknarflokksins um tæplega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,3% og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 51,0%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,9% og mældist 25,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,2% og mældist 12,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,5% og mældist 15,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,6% og mældist 10,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,2% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 8,3% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,6% og mældist 4,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,8% og mældist 3,6% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,3% samanlagt.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×