Þrefaldur ávinningur heimavinnu Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 27. október 2020 13:31 Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Samgöngur Umferð Fjarvinna Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun