Kallað eftir sjálfbærnileiðtogum - helst í gær... Gunnar Sveinn Magnússon skrifar 27. október 2020 14:00 Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar