Alls greindust 59 með veiruna innanlands í gær. Nítján þeirra voru utan sóttkvíar við greiningu en fjörutíu í sóttkví, eða 68%. Nýgengi innanlandssmita er 221,2.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 53 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af er einn á gjörgæslu.
Níu manns greindust með veiruna við landamæraskimun. Einn þeirra greindist með virkt smit en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum átta.
1.048 eru nú í einangrun, samanborið við 1.030 í gær. Þá eru 2.283 í sóttkví en voru 2.468 í gær.
38 þeirra sem greindust með veiruna innanlands í gær fóru í einkennasýnatöku hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. 21 greindist við sóttkvíar- og handahófsskimun.
1525 einkennasýni voru tekin í gær, 433 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimunum og 328 sýni í skimunum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá voru tekin 413 sýni í landamæraskimun.
Alls hafa 4.574 greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins.
Fréttin hefur verið uppfærð.